Græn Gæfa
Úrgangur verður að gulli
Græn Gæfa veitir endurnýjanlega og sjálfbæra lausn fyrir meðhöndlun lífræns úrgangs.
Í samstarfi við Harp Renewables sem er leiðandi á heimsvísu í meðhöndlun lífræns úrgangs og lausna í úrgangsmeðhöndlun.
Græn Gæfa býður upp á mismunandi lausnir sem umbreyta matarleifum og öðrum lífrænum úrgangi í þurrt, öruggt og næringarríkt lífrænt áburðarefni á innan við 24 klukkustundum. Þannig að þyngd og rúmmál úrgangsins minnki um allt að 75-85%

CX Moltuvélar
Harp CX línan er röð loftháðra moltuvéla sem geta endurunnið allt frá 1.000 upp í 50.000 lítra / 5,5 tonn af matarleifum á viku og minnka rúmmál þeirra að meðaltali um 70%. Á aðeins 24 klukkustundum framleiða moltuvélarnar næringarríka, hágæða afurð sem hægt er að nota sem jarðvegsbætiefni.
Þessi vatnslausa lausn býður upp á stórfelldan efnahagslegan ávinning ásamt fjölmörgum umhverfislegum kostum og sparar kostnað á sama tíma og hún hjálpar umhverfinu!
Nýstárleg tækni vélanna heldur í þau næringarefni sem verða sífellt mikilvægari og tapast annars við niðurbrot og rotnun matarleifa í ruslatunnum eða á urðunarstöðum, þar sem metan og koltvísýringur losna út í andrúmsloftið. Í staðinn er hægt að nýta verðmæta lokaafurðina til að endurnæra jarðveg sem hefur verið ofnýttur og stuðla að sterkum vexti á ný.
Í CX línunni eru sjö mismunandi módel. Græn Gæfa framkvæmir úttekt og hannar lausn sem hentar réttum þörfum viðskiptavina. Ásamt því að bjóða einnig upp á alhliða eftirþjónustu þar sem sérfræðingar sjá um alla nauðsynlega viðhaldsþjónustu. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband.

Þjónustu úrval Grænnar Gæfu


Hverig virkar þetta?
Það er einfaldara en þú heldur
Moltuvélarnar vilja reglubundið fæði, líkt og lífverur. Ákjósanlegt er að fóðra vélarnar þrisvar sinnum á dag – á morgnana, í hádeginu og á kvöldin – til að hámarka virkni þeirra. Mikilvægt er að forðast of stóran skammt í hverri fóðrun, þar sem það getur truflað meltingarferlið. Í meltingarhólfi vélanna myndast kjöraðstæður fyrir örverur sem brjóta niður lífrænt efni, þar með talið sellulósa, í næringarríkan lífmassa eða lífrænan áburð.
Moltuvélar
Fyrir alla, einfalt og skýrt
-
Minnka kolefnisfótspor: Engin metanlosun, kolefni geymt í moltunni sem skilað er aftur í jarðveginn.
-
Engin urðun: Lífrænum úrgangi haldið frá sorpi og urðunarstöðum.
-
Minnkun úrgangs: Úrgangur endurunninn strax á staðnum.
-
Hreinari losun: Minnkar þörfina á flutningum og þjónustu sorphirðubíla.
-
Engin vatnsnotkun: Engin losun á úrgangsvatni, ólíkt hefðbundnum rotþróm.
-
Skilvirk stýring gegn ólykt og skordýrum.
Þjónustuskoðun
Lykilinn að öruggum árangri
Harp Electrical Engineering Limited hefur síðan 2002 byggt upp sterkt orðspor sem framleiðandi hágæða rafmagnsstýrispjöldum og sem rafmagnsverktakafyrirtæki. Með sérhæfingu í stýrikerfum, fyrirbyggjandi viðhaldi og greiningu á rafkerfum þjónar Harp viðskiptavinum um allan heim. Láttu okkur sjá um málin
Fyrir meiri upplýsingar um Græna Gæfu, hafið samband.

